Stjórn Stúdentaráðs
Á vegum Stúdentaráðs starfar stjórn, sem fer með daglega hagsmunabaráttu á vegum ráðsins. Hún annast framkvæmd þeirra verkefna er ráðið felur henni, og getur jafnframt tekið ákvarðanir og afgreitt mál á fundum sínum innan þeirra marka er ráðið ákveður hverju sinni. Í stjórn sitja forseti, varaforseti og allir fimm sviðsráðsforsetar. Áheyrnarrétt hafa oddvitar stúdentafylkinga og fulltrúi FEDON.