Skrifstofa Stúdentaráðs
Á hverju ári kjósa fulltrúar í Stúdentaráði starfsfólk á réttindaskrifstofu ráðsins sem fer með framkvæmdavald þess og sinnir daglegum störfum. Á skrifstofunni starfar fjórir kjörnir fulltrúar; forseti í fullu starfi, varaforseti, hagsmunafulltrúi og lánasjóðsfulltrúi í hlutastarfi. Skrifstofan ræður að auki til sín framkvæmdastjóra, ritstjóra Stúdentablaðsins og alþjóðafulltrúa.
Réttindaskrifstofa Stúdentaráðs vinnur náið saman að bættum hag stúdenta og aðstoðar jafnframt nemendur Háskóla Íslands dagsdaglega við ýmis úrlausnarefni sem tengjast réttindum þeirra gagnvart háskólanum. Öllum stúdentum er velkomið að hafa samband við skrifstofu Stúdentaráðs vakni spurningar um réttindi þeirra.
Forseti hefur yfirumsjón með innra starfi Stúdentaráðs og er málsvari þess út á við - Sími: 771 1337
Varaforseti sér um markaðssetningu, nefndir ráðsins og önnur tilfallandi verkefni - Sími: 852 3920
Hagsmunafulltrúi er stúdentum innan handar og stendur vörð um hagsmuni þeirra í námi - Sími: 6185494
Lánasjóðsfulltrúi aðstoðar stúdenta með lánasjóðsmál og situr í stjórn Menntasjóðsins -Sími: 8628365
Framkvæmdastjóri hefur umsjón með daglegum rekstri réttindaskrifstofu Stúdentaráðs - Sími: 866 8849
Alþjóðafulltrúi hefur umsjón með þjónustu réttindaskrifstofu stúdenta við erlenda nemendur
Kjarafulltrúi veitir stúdentum þjónustu varðandi kjör og réttindi á vinnumarkaði
Ritstjóri ritstýrir Stúdentablaðinu sem er málgagn allra nemenda við Háskóla Íslands - Sími: 8482323