Það er fjöldinn allur af mismunandi hagsmunafélögum og verkefnum innan Háskólans. Starf þeirra hagnast bæði skólaumhverfinu og samfélaginu sem heild. Ef þú sérð starf sem þú hefur áhuga á, þá hvetjum við þig til þess að hafa samband við félagið og kynna þér starfið.
Félagið heldur viðburði í háskólanum sem stuðlar að fræðslu og umtali á mannréttindamálum ásamt því að sýna stuðning þeim sem hafa orðið fórnarlömb mannréttindabrota hvort sem það sé á Íslandi eða út í heimi.
Sprettur er verkefni á kennslusviði Háskóla Íslands. Sprettur styður og undirbýr efnilega nemendur með innflytjendabakgrunn til háskólanáms. Markmið Spretts er að stuðla að jöfnum tækifærum til menntunar. https://www.hi.is/sprettur
Markmið þeirra er að gera líf alþjóðanema sem koma til íslands auðveldara með því að bjóða uppá stuðning, tengslanet og að skipuleggja viðburði og ferðir. Reynt er að gera alþjóðanema sem virkasta í samfélaginu með því að flétta þau inn í íslenska menningu. www.facebook.com/esn.iceland/