Fastanefndir Stúdentaráðs

Undir Stúdentaráði Háskóla Íslands starfa alls níu fastanefndir. Þær sjá allar um mismunandi verkefni og viðburði á hverju starfsári í nánu samráði við Stúdentaráð og réttindaskrifstofuna. Sjá má framkvæmdaáætlanir nefndanna fyrir starfsárið 2022 - 2023 undir flipanum „Heildarstefna og framkvæmdaáætlanir“.

Félagslífs- og menningarnefnd

Félagslífs- og menningarnefnd stendur fyrir skemmtilegustu og hressilegustu verkefnum SHÍ ár hvert. Nefndin sér um skipulagningu og framkvæmd helstu viðburða sem Stúdentaráð stendur fyrir og hefur gaman af. Stærstu viðburðir ársins eru í tengslum við Októberfest sem haldið er í September, nýnemamót SHÍ og Fyndnasti háskólaneminn svo fátt eitt sé nefnt. Auk þessa viðburða hefur heyrst að nefndin lumi á ýmsu öðru skemmtilegu og spennandi. Nefndin fundar reglulega og leggur mikið upp úr því að gleðja samstúdenta, með góðum móral, flippi og samheldni stúdenta HÍ.

Forseti:

Lars Davíð Gunnarsson

Tölvupóstur:felagslifshi@hi.is
Aðrir meðlimir:

Hekla Kaðlín Smith

Logi Stefánsson

Árni Geir Haraldsson

Aníta Rakel Hauksdóttir

Facebook

https://www.facebook.com/felogmennshi/

Instagram

@felogmenn

Alþjóðanefnd SHÍ

Alþjóðanefnd Stúdentaráðs tekur til meðferðar mál er varða hagsmuni erlendra stúdenta við HÍ og mál íslenskra stúdenta erlendis. Nefndin tekur á móti erlendum skiptinemum við HÍ þar sem þeim eru kynnt réttindi sín og hvert þeir geta leitað með spurningar. Alþjóðanefnd heldur einnig utan um tengiliðaverkefni sem gefur íslenskum nemendum og erlendum skiptinemum færi á að kynnast. Alþjóðafulltrúi SHÍ er forseti nefndarinnar.

Forseti:

Nana-Kirstine Bruhn Rasmussen

Aðrir meðlimir:

Garðar Árni Garðarsson

Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson.

Ali Haider Khokhar

Sopuruchi Joseph Agoha

Moses Osabutey

Instagram:

@internationalcommitteeui

Fjármála- og atvinnulífsnefnd SHÍ

Fjármála- og atvinnulífsnefnd hefur nokkur af stærstu hagsmunamálum stúdenta Háskóla Íslands innan sinna vébanda. Nefndin tekur til meðferðar atvinnumál stúdenta auk tengsla þeirra við atvinnulífið. Markmið nefndarinnar er að skapa mikilvæga tengingu stúdenta við atvinnulífið, tengingu sem helst til framtíðar.

Nefndin lætur sig varða um öll mál er lúta að fjármálum- og atvinnumálum stúdenta. Ekkert er okkur óviðkomandi. Ef þú hefur hugmyndir til að bæta kjör stúdenta ekki hika við að hafa samband við nefndarmenn, sem munu taka öllum hugmyndum opnum örmum.

Forseti:

Danival Örn Egilsson

Tölvupóstur:fjarmalashi@hi.is
Aðrir meðlimir:

Alex Uni Haraldsson Diego

Jóhannes Óli Sveinsson

Styrmir Vilhjálmsson

Facebook

https://www.facebook.com/fjarmalaogatvinnulifsnefndshi

Instagram

@fjarmalaogatvinnulifsnefnd

Fjölskyldunefnd

Fjölskyldunefnd fer með hagsmunamál fjölskyldufólks og þeirra stúdenta sem eru foreldrar við Háskóla Íslands.

Henni er ætlað að gæta hagsmuna foreldra sem og barna þeirra. Nefndin berst fyrir því að sérstakt tillit sé tekið til foreldra í námi, hvað varðar námslán og fæðingarorlof sem og önnur mál sem koma að fjölskyldunni. Nefndin leggur til að mynda áherslu á að virkt eftirlit sé með því að ekki sé kennt í háskólanum eftir kl. 17 á daginn eða um helgar og að góð tenging sé á milli fjölskyldufulltrúa og Félagsstofnunar stúdenta. Að auki kemur nefndin að skipulagningu ýmissa námskeiða og uppákoma fyrir fjölskyldufólk í námi á borð við uppeldisnámskeið fyrir verðandi foreldra, íþróttaskóla og jólaball fyrir börnin.

Ásamt sínum samfélagsmiðlum heldur nefndin einnig utan um Facebook-hóp fyrir foreldra í námi.

Forseti:

Linda Rún Jónsdóttir

Tölvupóstur:fjölskyldushi@hi.is
Aðrir meðlimir:

Fjóla Kristný Andersen

Erlingur Sigvaldason

Signý Pála Pálsdóttir

Facebook

https://www.facebook.com/fjolskyldunefndshi/

Instagram

@fjolskyldunefnd_shi

Jafnréttisnefnd SHÍ

Jafnréttisnefnd Stúdentaráðs sér um að standa vörð um jafnrétti innan Háskóla Íslands og vekur athygli á því þegar pottur er brotinn í þeim málum. Samhliða jafnréttisnefnd er starfandi jafnréttisfulltrúi SHÍ sem starfar náið með nefndinni. Nefndin stuðlar að því að allir stúdentar háskólans séu settir undir sama hatt, burtséð frá kyni, bakgrunni, aldri, fötlun eða öðru.

Jafnréttisnefnd veitir Háskólanum aðhald og þrýstir á að jafnréttisáætlun HÍ í kynjajafnréttismálum sé framfylgt, stefnu Háskóla Íslands í málefnum fatlaðra frá 2002 og stefnu Háskóla Íslands gegn mismunum sé framfylgt. Nefndin gætir þess að umhverfi stúdenta hamli þeim ekki  með því að þrýsta á að merkingar og aðgengi fyrir nemendur með fötlun sé eins og best verði á kosið. Formaður nefndarinnar á sæti í stjórn Greiningarsjóðs sem sér um að úthluta fjárhæð til styrktar nemendum HÍ með sértæk námsúrræði. Það er úthlutað úr sjóðnum á hverju misseri.

Nefndin vekur athygli á jafnréttismálum sjálfstætt og samstarfi við jafnréttisfulltrúa Háskóla Íslandsmeð skipulagningu á fyrirlestrum, kvikmyndasýningum, lifandi bókasafns og öðru sem vakið getur áhuga háskólastúdenta á jafnréttismálum í víðum skilningi.

Forseti:

Rannveig Klara Guðmundsdóttir

Aðrir meðlimir:

Ólöf Soffía Eðvarðsdóttir

Styrmir Hallsson

Rafn Ágúst Ragnarsson

Júlíana Dögg Önnudóttir Chipa

Eiður Snær Unnarsson

Facebook

https://www.facebook.com/jafnrettisnefndshi/

Instagram

@jafnrettishi

Kennslumálanefnd

Kennslumálanefnd Stúdentaráðs tekur til meðferðar framkvæmd Kennslumálaþings SHÍ í samstarfi við kennslumálanefnd HÍ, gæðanefnd HÍ og Kennslumiðstöð HÍ ásamt því að kynna nám og kennslu við skólann. Í kennslumálanefnd sitja fimm einstaklingar, einn af hverju sviði og eru þeir úr röðum sviðsráðsmeðlima hvers sviðs. Þau taka þá jafnframt sæti sem fulltrúar stúdenta í kennslunefndum fræðasviðanna.

Forseti:

Júlía Karín Kjartansdóttir

Tölvupóstur:

jafnrettishi@hi.is

Aðrir meðlimir:

Eyrún Ósk Hjartardóttir

Kristrún Vala Ólafsdóttir

Emilía Björt Írisardóttir Bachman

Fjóla María Sigurðardóttir

Facebook:

https://www.facebook.com/profile.php?id=100064187438291

Lagabreytinganefnd

Lagabreytinganefnd Stúdentaráðs hefur það hlutverk að endurskoða lög Stúdentaráðs og Stúdentasjóðs og leggja fram tillögur til breytinga á þeim, ef þörf þykir. Nefndin skal líta til þess að lögin séu skýr, aðgengileg, samræmd og tryggi skilvirkni í störfum Stúdentaráðs.

Heimilt er að vísa lagabreytingartillögum til umsagnar í nefndinni.

Nefndin var stofnuð af Stúdentaráði veturinn 2017 – 2018.

Forseti:

Arent Orri Jónsson

Tölvupóstur:lagabreytingshi@hi.is
Aðrir meðlimir:

Valgerður Laufey Guðmundsdóttir

Gréta Dögg Þórisdóttir

Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir

Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd

Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Stúdentaráðs hefur það hlutverk að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarf meðal nemenda Háskóla Íslands. Nefndin vinnur náið með Icelandic Startups og kemur verkefnum þeirra á framfæri meðal háskólanema.

Nefndin hefur m.a. tekið að sér verkefni innan Gulleggsins og Student Talks.

Forseti:

Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir

Tölvupóstur:nyskopunarnefnd@hi.is
Aðrir meðlimir:

Kristinn Jökull Kristinsson

Þorsteinn Magnússon

Facebook:

https://www.facebook.com/nyskopunarnefnd

Instagram

@nyskopunarnefnd

Umhverfis- og samgöngunefnd

Umhverfis- og samgöngunefnd Stúdentaráðs sinnir umhverfismálum saman ber endurvinnslu, sjálbærnisstefnu Háskóla Íslands, samgöngumálum og skipulagsmálum tengdum háskólasvæðinu og byggingum FS.

Dæmi um verkefni umhverfis- og samgöngunefndar eru að taka til umfjöllunar skipulagsmál háskólasvæðisins, samgöngumál til og frá háskólasvæðinu og bygginga háskólans, framkvæmdir á vegum FS og annað sem varðar umhverfis- og samgöngumál stúdenta. Nefndin hefur það að markmiði að auka umhverfisvitund stúdenta með ýmsum viðburðum innan háskólans.

Forseti:

Berglind Bjarnadóttir

Tölvupóstur:umhverfishi@hi.is
Aðrir meðlimir:

Zakaria Soualem

Júlíus Viggó Ólafsson

Eiður Snær Unnarsson

Svanlaug Halla Baldursdóttir

Facebook

https://www.facebook.com/umsamshi

Instagram:

@umsamshi