Húsnæði fyrir Stúdenta
Stúdentar við Háskóla Íslands geta sótt um námsmannahúsnæði. Þá eru nokkrir valmöguleikar í boði.
Félagsstofnun Stúdenta
Sér um alla stúdentagarða við Háskóla Íslands. Garðarnir eru af ýmsum stærðum og gerðum og henta einstaklingum, pörum og fjölskyldum. Meirihluti Stúdentagarðanna er staðsettur á háskólasvæðinu en einnig eru stúdentaíbúðir í Fossvogi, Brautarholti og við Lindargötu. Stúdentar við Háskóla Íslands geta sótt um húsnæði allt árið um kring en þeir sem hefja nám við skólann að hausti geta sótt um frá og með 1. maí og 1. september ef nám er hafið að vori. Hægt er að hafa samband á studentagardar@fs.is eða í síma 570 0709.
Byggingafélag Námsmanna
Sér um námsmannaíbúðir á Höfuðborgarsvæðinu og í Hafnarfirði. Ekki er skylda að vera nemandi við Háskóla Íslands til að sækja um íbúð þar. Upplýsingar má nálgast á bn@bn.is eða í síma 570 6600.