Lán frá Menntasjóðnum
Stúdentar geta sótt um lán hjá Menntasjóðnum í gegnum ,,Mitt Lán” á heimasíðu Menntasjóðsins (www.menntasjodur.is).
Þar er einnig hægt að fylgjast með stöðu umsókna, skoða lánsáætlun og sjá gátlista yfir gögn sem þurfa að fylgja umsóknum.
Umsóknarfrestir fyrir skólaárið 2022-2023:
Lán fyrir haustmisseri 2022: til og með 15. október 2022
Lán fyrir vormisseri 2023: til og með 15. janúar 2023
Lán fyrir sumarmisseri 2023: til og með 15. júlí 2023
Útborganir framfærslulána
Greiðsla mánaðarlegra framfærslulána til stúdenta sem óska eftir samtímagreiðslum hefjast á eftirfarandi dagsetningum:
- Á haustönn 2022 hefjast útborganir 1. október 2022
- Á vorönn 2023 hefjast útborganir 1. febrúar 2023
- Á sumarönn 2023 hefjast útborganir 1. júlí 2023
Greiðsla framfærslulána til stúdenta sem óska eftir að fá lánið greitt eftir hverja önn hefjast á eftirfarandi tímum:
- Fyrir haustönn 2022 hefjast greiðslur í byrjun janúar 2023
- Fyrir vorönn 2023 hefjast greiðslur í byrjun maí 2023
- Fyrir sumarönn 2023 hefjast greiðslur í byrjun ágúst 2023
Útborganir skólagjaldalána
Greiðslur skólagjaldalána til stúdenta sem óska eftir fyrirframgreiðslu hefjast á eftirfarandi tímum:
- 1. ágúst 2022 fyrir haustönn 2022,
- 5. janúar 2023 fyrir vorönn 2023 og
- 15. maí 2023 fyrir sumarönn 2023.
Hægt er að hafa samband við Menntasjóðinn og óska eftir aðstoð í gegnum heimasíðuna www.menntasjodur.is, í gegnum netfangið menntasjodur@menntasjodur.is eða í gegnum síma +354 560 4000.