Hagsmunafélög
Hér er listi yfir hagsmunafélög innan Háskóla Íslands
Ada, hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við HÍ
Ada vill skapa vettvang fyrir konur í upplýsingatækni við Háskóla Íslands, vera öruggt umhverfi til þess að mynda tengsl, deila reynslu og styðja hvor aðra. Forseti félagsins er Helena Stefánsdóttir. Fylgstu með á instagram: ada.felag eða hafðu samband við ada@hi.is.
Femínistafélag Háskóla Íslands
Femínistafélag Háskóla Íslands er þverpólitískt félag háskólanema sem vilja berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Forseti félagsins er Íris Björk Ágústsdóttir. Hægt er að hafa samband við félagið á feministarhi@hi.is.
Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands
Röskva er samtök félagshyggjufólks innan Háskóla Íslands sem stofnuð voru árið 1988. Röskva er stúdentahreyfing sem berst fyrir hagsmunum stúdenta en grundvallarstefna hreyfingarinnar er jafn réttur til náms.
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Vaka er elsta starfandi hagsmunafélag stúdenta við Háskóla Íslands en félagiði var stofnað árið 1935. Vaka er breiðfylking ólíkra skoðana, með það að sameiginlegu markmiði að stuðla að bættum hagsmunum stúdenta Háskóla Íslands í dag.