Aðrir fulltrúar

Stúdentar eiga fulltrúa í hinum ýmsu nefndum, ráðum og stjórnum innan veggja háskólans. Hér er til dæmis átt við fulltrúa stúdenta í nefndum Háskólaráðs, stjórn Félagsstofnunar stúdenta og stjórn Byggingarfélags námsmanna.

Háskólaráð

Fulltrúar stúdenta í Háskólaráði 2024-2026 eru Viktor Pétur Finnsson og Andri Már Tómasson en fulltrúar stúdenta eru kjörnir til tveggja ára í senn.

Sjálfbærninefnd

Fulltrúi stúdenta í Sjálfbærninefnd Háskólaráðs er Jóhann Almar Sigurðsson en skv. verklagsreglum Stúdentaráðs er það forseti Umhverfis- og samgöngunefndar sem situr í Sjálfbærninefnd Háskólaráðs.

Jóhann Almar Sigurðssonumhverfishi@hi.is

Skipulagsnefnd

Í skipulagsnefnd Háskólaráðs er Sindri Freyr Ásgeirsson fulltrúi stúdenta. Í nefndina er skipað til eins árs í senn.

Málnefnd

Í málnefnd Háskólaráðs er Piergiorgio Consagra fulltrúi stúdenta. Í nefndina er skipað til eins árs í senn.

Stefnu- og gæðaráð

Í stefnu- og gæðaráði Háskóla Íslands sitja Arent Orri J. Claessen og Rakel Anna Boulter. Í stefnu- og gæðaráð er skipað til tveggja ára í senn og sitja þar að jafnaði núverandi og fráfarandi forsetar Stúdentaráðs.

Ráð um málefni fatlaðs fólks

Ráð um málefni fatlaðs fólks starfar undir Háskólaráði og er skipað í ráðið til þriggja ára í senn. Fulltrúar stúdenta eru tilnefndir af Stúdentaráði. Fulltrúar stúdenta, skipaðir til til 30. júní 2025, eru Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir og Styrmir Hallsson.

Jafnréttisnefnd

Í jafnréttisnefnd Háskólaráðs situr einn fulltrúi stúdenta, sem jafnframt er hagsmunafulltrúi Stúdentaráðs. Skólaárið 2024-2025 er Valgerður Laufey Guðmundsdóttir fulltrúi stúdenta í nefndinni.

Kennslumálanefnd

Í kennslumálanefnd situr einn fulltrúi stúdenta, sem jafnframt er forseti kennslumálanefndar Stúdentaráðs. Skólaárið 2024-2025 er Ólöf Soffía Eðvarðsdóttir fulltrúi stúdenta.

Vísindanefnd

Í vísindanefnd Háskólaráðs situr einn fulltrúi stúdenta sem tilnefndur er af FEDON, félag doktorsnema og nýdoktora við Háskóla Íslands. Skólaárið 2023-2024 er Valgerður Pálmadóttir fulltrúi stúdenta í nefndinni.

Stjórn Byggingarfélags námsmanna

Stúdentar eiga tvo fulltrúa í stjórn Byggingarfélags námsmanna og eru það þeir Arent Orri J. Claessen og Janus Arn Guðmundsson.

Stjórn Félagsstofnunar Stúdenta

Í stjórn Félagsstofnunar Stúdenta sitja þrír fulltrúar stúdenta, tilnefndir af Stúdentaráði. Þetta eru þau Elísabet Brynjarsdóttir, sem jafnframt er stjórnarformaður, Brynhildur Bolladóttir og Pétur Urbancic Tómasson.