6. maí, 2024

Stúdentaráð Háskóla Íslands kallar eftir breytingar á löggjöf um atvinnuleyfi námsmanna utan EES

Í janúar 2024 gerði Alþjóðanefnd SHÍ könnun á áskorunum sem nemendur sem koma utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) mæta við umsóknir um atvinnuleyfi á Íslandi. Könnunin skilaði 266 svörum og niðurstöðurnar sýna með skýru móti að  íslensk stjórnvöld verða að ráðast í endurskoðun á löggjöf um atvinnuleyfi.

Í kjölfarið kallar Stúdentaráð eftir breytingum á lögum um atvinnuleyfi fyrir námsmenn sem koma utan EES.

Lestu ákallið hér.

Lestu skýrsluna í heild sinni á ensku hér

Ágrip  

Íslensk stjórnvöld, sér í lagi dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, og félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, eru hvött til að endurskoða löggjöf um atvinnuleyfi námsmanna sem koma utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Atvinnuréttur á sjálfkrafa að vera veittur samhliða dvalarleyfi námsmanna. Slíkt myndi stórbæta lífsgæði þessara nemenda, draga úr álagi hjá Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun, styðja hagkerfi landsins og tryggja samræmi við önnur Evrópulönd.

Þessi tillaga ásamt öðrum tillögum hér að neðan eru útskýrð ítarlega í skýrslunni.

Tillögur (í forgangsröð)

  1. Veita atvinnurétt samhliða veitingu dvalarleyfis fyrir námsmenn.
  2. Leyfa að atvinnuleyfi sé bundið við einstakling, ekki við ákveðið starf.
  3. Leyfa umsækjanda (ekki vinnuveitanda) að leggja fram umsókn um atvinnuleyfi.
  4. Veita sjálfkrafa endurnýjun atvinnuleyfis ef skilyrði eru óbreytt.
  5. Láta umsóknir berast beint til Vinnumálastofnunar, ekki Útlendingastofnunar.
  6. Setja frest til að framsenda umsóknir frá Útlendingastofnun til Vinnumálastofnunar.
  7. Búa til rafræna umsóknagátt.
  8. Búa til algengar spurningar og skref-fyrir-skref myndbönd um hvernig á að sækja um atvinnuleyfi.
  9. Bæta samskipti við umsækjendur (þar á meðal um tafir á afgreiðslu).
  10. Tryggja að starfsmenn hafi þekkingu og tíma til að veita réttar og kurteisar leiðbeiningar.

Deila

facebook icon
linkedin icon