29. janúar, 2021

Tilkynning frá Stúdentaráði vegna Stúdentagarða

Stúdentaráð vill upplýsa stúdenta á Stúdentagörðunum að réttindaskrifstofa ráðsins hefur þegar rætt við forsvarsmenn Félagsstofnunar stúdenta, um væntanlegar framkvæmdir á Vetragörðum og áhyggjur íbúa vegna þeirra raskana sem þær kunna að hafa í för með sér. 

Ljóst er að fregnirnar liggi þungt á íbúum og að það þurfi að eiga sér stað viðameiri samtöl vegna þessa. Félagsstofnun stúdenta vinnur nú í að taka saman ábendingar sem hafa borist og verða svör við þeim send öllum íbúum í dag. Einnig hefur verið ákveðið að flýta upplýsingafundi sem halda á með íbúum sem búa í þeim hluta hússins sem fer í upptekt.

 

Deila

facebook icon
linkedin icon