10. júní, 2021

Staða framkvæmdastjóra Stúdentaráðs laus til umsóknar

– FRAMLENGDUR UMSÓKNARFRESTUR –

Stúdentaráð Háskóla Íslands auglýsir stöðu framkvæmdastjóra lausa til umsóknar. 

Framkvæmdastjóri tekur þátt í að vinna að skilvirkum og góðum starfsháttum á skrifstofu Stúdentaráðs. Framkvæmdastjóri gætir fjármuna og eigna Stúdentaráðs, vinnur að hagkvæmni í fjárútlátum og miðlar upplýsingum til skrifstofu og Stúdentaráðs. 

Framkvæmdastjóri hefur yfirumsjón með fjármálum Stúdentaráðs, umsjón með rekstri skrifstofu Stúdentaráðs, þar með talið tímaskráningum starfsfólks Stúdentaráðs og greiðslu launa. Hann sér um samningsgerðir á vegum Stúdentaráðs og eftirfylgni þeirra, sér um auglýsingasöfnun í útgefið efni Stúdentaráðs ásamt því að rita fundargerðir Stúdentaráðs og stjórnar Stúdentaráðs. Auk þess tekur framkvæmdastjóri þátt í daglegum störfum skrifstofunnar í samráði við forseta.

Hæfniskröfur:

 • Áhugi á Stúdentaráði og málefnum stúdenta auk virkrar þátttöku í háskólasamfélaginu.
 • Þekking og reynsla á fjármálum og bókhaldi.
 • Þekking á bókhaldshugbúnaði er kostur.
 • Þekking á stjórnsýslu Háskóla Íslands er kostur.
 • Vilji og geta til þess að vinna með Stúdentaráðsliðum, starfsfólki skrifstofu Stúdentaráðs og öðrum hagsmunaaðilum ráðsins.
 • Hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Reynsla af viðburðastjórnun er kostur.
 • Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku er skilyrði. 
 • Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt.
 • Menntun sem nýtist í starfi er kostur.
 • Önnur þekking og reynsla sem nýtist í starfi.

 

Framkvæmdastjóri er ráðinn í 40-50% starf út starfsár Stúdentaráðs, eða til 31. maí 2022. og fást nánari upplýsingar um starfið hjá núverandi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs í síma 570-0856 eða á netfangið shi@hi.is.

Kynningarbréf ásamt ferilskrá og meðmælum skal senda í tölvupósti á netfang ráðsins: shi@hi.is merkt „Framkvæmdastjóri SHÍ“. Umsóknarfrestur er til kl. 23:59 þann 27. júní 2021. Umsóknir sem berast síðar verða ekki teknar til greina.

Deila

facebook icon
linkedin icon