22. desember, 2021

Kaup fest á Hótel Sögu undir starfsemi Háskóla Íslands og Félagsstofnunar stúdenta

Stúdentaráð fagnar þeim sögulega áfanga sem náðst hefur með kaupum ríkisins og Félagsstofnunar stúdenta á Bændahöllinni, að öðru nafni Hótel Sögu, sem verður nú loksins nýtt undir starfsemi Háskóla Íslands og stúdentaíbúðir. Mikil tilhlökkun ríkir fyrir að fá Menntavísindasvið á miðháskólasvæðið og sömuleiðis fyrir að sjá aukið húsnæðisframboð fyrir stúdenta með rúmlega 110 nýjum stúdíóíbúðum í nágrenni við háskólann.

Hugmynd þessi sem kviknaði innan háskólasamfélagsins boðaði ný tækifæri til að samþætta háskólasvæðið, sameina stúdentahópinn og auka við þjónustu á svæðinu.

Stúdentaráð færir því háskólasamfélaginu innilegar hamingjuóskir og horfir bjartsýnis augum fram á við, því framtíðin felur í sér frekari uppbyggingu með sjálfbærni að leiðarljósi, stúdentum og starfsfólki til hagsbóta.

Deila

facebook icon
linkedin icon