2. febrúar, 2023
Íþróttaskólinn vorönn 2023
Íþróttaskóli SHÍ hefst aftur!
Íþróttaskóli SHÍ hefst aftur laugardaginn 11. febrúar.
(Fullt er í báða aldurshópa (6/2/2023) en hægt er að skrá barn á biðlista með sama skráningarformi og fyrir neðan)
Íþróttaskóli Stúdentaráðs Vorönn 2023
Stúdentaráð Háskóla Íslands rekur íþróttaskóla fyrir börn stúdenta fædd á árunum 2017-2021. Tímarnir fara fram í íþróttahúsi háskólans við Sæmundargötu á laugardagsmorgnum og er hver tími 40 mínútur. Fyrsti tíminn verður þann 11. febrúar og verður hann frír prufutími og svo verða 6 tímar eftir það og lýkur Íþróttaskólanum þann 1. apríl (Ath það verður frí 11. mars). Það verða því 7 tímar í heildina. Börnunum er skipt í tvo hópa eftir aldri og eru ekki fleiri en 25 börn í hverjum hópi. Yngri hópurinn (f. 2020, 2021) er kl. 8:45 – 9:25 en eldri hópurinn (f. 2017-2019) er kl. 9:30 – 10:10. Það verður létt hressing í boði eftir hvern tíma. *Ath að það þarf að skrá börn í prufutímann líka (ef plássin fyllast í fría prufutímann munu þau börn sem skráð eru á alla tímana ganga fyrir).
Smelltu hér til að skrá barn í Íþróttaskóla SHÍ vorönn 2023
Markmið íþróttaskólans er að gefa börnum kost á hreyfinámi, efla hreyfiþroska og hreyfigetu barnanna. Bæta samhæfingu, sjálfstraust og vellíðan. Leikir og þrautabrautir skipa stærstan þátt í náminu og reynt að hafa æfingar sem fjölbreyttastar þannig að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Unnið er bæði með fín- og grófhreyfingar. Félagsþroski, samvinna og það að taka tillit til annarra er mikilvægur þáttur í starfinu.
Kennari íþróttaskólans er Alda Ólafsdóttir, mastersnemi í Íþróttafræði.
Verðið er 4.500 krónur og veittur er 500 króna systkinaafsláttur fyrir hvert systkini – verð fyrir 2 yrði því 8.000 kr. Viðskiptavinir Landsbankans fá 1.500kr afslátt í Íþróttaskólann og borga því einungis 3.000 kr fyrir hvert barn, ef þeir millifæra af reikningi sem hýstur er hjá Landsbankanum. Ekki er hægt að fá Landsbanka- og systkinaafslátt saman.
Foreldrar taka virkan þátt í tímum með því að aðstoða börnin sín. Þar með gefst þeim mikilvægt tækifæri að kynnast börnum sínum enn betur við aðrar aðstæður en venjulega. Greiðsluupplýsingar verða sendar fljótlega eftir skráningu. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum netfangið shi@hi.is.